22/12/2024

ADSL samband kemur í næstu viku

Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans segir að að ADSL sambandi til Hólmavíkur verði komið á í næstu viku. Að sögn hennar var tengingin sett upp á Hólmavík í desember og síðan hafi verið unnið að því að koma á radíósambandi sem ekki var fyrir hendi, en er nauðsynlegt svo tengingin virki. Uppsetning á radíósambandi frá Blönduósi í Hátungur á Steingrímsfjarðarheiði lýkur í þessari viku. Eva tekur fram að þessar upplýsingar séu áreiðanlegar svo það er eins víst að fjöldi Hólmvíkinga tengist ADSL-inu á næstu vikum. Samkvæmt könnun hér á strandir.saudfjarsetur.is þá er gríðarlegur áhugi fyrir sambandinu.

Engar upplýsingar hafa fengist hvort stafrænt sjónvarp fylgi um leið og tengingin verði komið en strandir.saudfjarsetur.is mun leita eftir svörum þess lútandi í vikunni.


Eins og sjá má er mikil eftirvænting fyrir ADSL-tengingunni