22/12/2024

ADSL í nóvember

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er það á dagskrá um miðjan nóvember að tengja Hólmavík við ADSL-kerfi Símans. Í svari þjónustufulltrúa Símans frá því í dag við fyrirspurn frá Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík kemur fram að þetta sé haft eftir háttsettum aðilum í ADSL-deildinni. Spurningu um hvort þá verði jafnframt hægt að sjá stafrænt sjónvarp og enska boltann um þessa tengingu er svarað á þá leið að þegar þessum tengingum sé lokið muni viðskiptavinir Símans á Hólmavík hafa aðgang að sjónvarpi í gegnum ADSL-þjónustuna.