22/12/2024

Aðalfundur Rauða krossins á Ströndum í kvöld

Safnað fyrir Rauða krossinnÍ fréttatilkynningu frá Strandasýsludeild Rauða krossins er minnt á aðalfund Strandasýsludeildar Rauða kross Íslands. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík í kvöld, mánudag kl. 20.00. Dagskrá fundarins er hefðbundin, skýrsla stjórnar og gjaldkera, kosning í stjórn og önnur mál. Heitt verður á könnunni og með því. Allir eru velkomnir, nýir félagar og gamlir.