22/12/2024

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa

road20

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 1. nóvember í Akoges-salnum að Lágmúla 4 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Að loknum aðalfundi verða glæsilegar kaffiveitingar á boðstólum, verð kr. 2.500.- Þegar hafa verið ákveðnar dagsetningar fyrir fleiri viðburði vetrarins, jólatrésskemmtun verður 28. nóvember og árshátíð 5. mars 2016. Þetta kemur fram á facebooksíðu félagsins og í fréttabréfi þess.