22/12/2024

Á 150 í Kollafirðinum

Lögreglan á Hólmavík stöðvaði ökumann á 150 km hraða á bundna slitlaginu í norðanverðum Kollafirði um sjöleytið á föstudag. Málið var sent til lögreglustjóra, en að sögn lögreglu má ökumaðurinn búast við allt að 130 þúsund króna sekt og sviptingu á ökuleyfi í einn mánuð, samkvæmt reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Þetta kom fram á mbl.is.