20:00 Hagyrðingakvöld á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Kveðskapur, kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Föstudagur 1. júlí
18:00 – 19:00 Tónlistaratriði við opnun sýninga í Grunnskólanum
18:00 – 20:00 Myndlistar- og hanverkssýningar opnar í Grunnskólanum
20:00 Hátíðin formlega sett á hátíðarsvæði í Kirkjuhamminum, ávarp sveitarstjóra Ásdísar Leifsdóttur.
20:00 – 21:00 Tónleikar með Idolstjörnunni Heiðu Ólafs og hljómsveit hennar á hátíðarsvæðinu.
21:30 – 22:30 Gönguferð um Borgirnar með leiðsögn. Óvænt uppákoma á leiðinni. Farið frá Upplýsingamiðstöðinni undir leiðsögn Matthíasar Lýðssonar.
23:00 – 03:00 Dansleikur með Heiðu Ólafs og hljómsveit í Bragganum. Aldurstakmark 16 ár.
23:00 – 03:00 Dansleikur með hljómsveitinni Eidís á Café Riis
Laugardagur 2. júlí
08:00 – 11:00 Morgunverðarhlaðborð í Félagsheimilinu á vegum ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli.
10:00 – 12:00 Heilsumorgun í Íþróttamiðstöðinni, vatnsleikfimi í sundlaug, leikfimi í íþróttasal, kynningar á heilsuvörum, heilun í beinni, mælingar, o.fl.
10:00 – 12:00 og 14:00 – 20:00 Myndlistar- og handverkssýningar opnar í Grunnskólanum
11:00 – 12:00 Gönguferð um fjörur í nágrenni Hólmavíkur með leiðsögn Matthíasar Lýðssonar. Lagt af stað frá Upplýsingamiðstöðinni Hólmavík
12:00 – 20:00 Ljósmyndamaraþon fyrir stafrænar myndavélar hefst. Skráning í Upplýsingamiðstöðinni og menn fá verkefnið afhent. Skila á myndum á sama stað fyrir kl. 20:00 um kvöldið þar sem þeim er hlaðið beint inn í tölvu af minniskubbinum.
12:30 Kassabílarall við höfðann við Höfðagötu.
14:00 – 20:00 Útiskemmtun í Kirkjuhvammi:
Fjölmörg tónlistar og skemmtiatriði á útipalli m.a.:
14:00 Tónlist. Jón Halldórsson frá Hrófbergi
14:15 Rakel Björk (úr Idolinu) og Þröstur Jóhannsson gítarleikari
14:30 Söngkvartett Munda Jó
14:45 Tónlist með Gulla Bjarna og Sigríði Óla
15:00 Jón Víðisson töframaður
15:30 Sönghópurinn Létt og laggott
15:45 Hemúllinn
16:00 Harmónikkuleikararnir heimsfrægu Yuri og Vadim
16:15 Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir leikritið Snuðra
17:00 Söngatriði úr Friðarbarninu
17:15 Unglingahljómsveitin Micado
17:30 Söngkonurnar Árdís Rut og Hlíf
17:45 Kvennakórinn Norðurljós
18:15 Tónlist. Hjörtur, Rósi og Lýður
18:30 Idolstjarnan Heiða Ólafs og gítarleikarinn Þröstur Jó.
18:45 Unglingahljómsveitin Deodorant
19:00 Hljómsveitin Kokkteill frá Raufarhöfn
17:30 – 20:00 Heitt í kolunum. Gestir koma með kjöt og geta grillað sér og snætt við hátíðarsvæðið í Kirkjuhvamminum. KSH verður með meðlæti til sölu á staðnum.
20:00 – 21:00 Blót að heiðnum sið við Galdrasýningu á Ströndum.
21:00 Blysför frá Galdrasýningu,varðeldur og fjöldasöngur.
23:00 – 03:00 Stefán Jónsson Píanóleikari og Halldór Gunnars gítarleikari með lifandi tónlist á Café Riis.
23:00 – 03:00 Hljómsveitin Kokkteill með dansleik í Bragganum.
11:00 Gospelmessa í Hólmavíkurkirkju
14:00 Fjörudagur á Sauðfjársetrinu í Sævangi, fjöruferð með leiðsögn, hreiður skoðuð og skeljum safnað
14:00 Tónleikar með KK og Ellen í Hólmavíkurkirkju
14:00 – 18:00 Kaffihlaðborð í Sauðfjársetri í Sævangi – hamingjukaffi áður en haldið er heim
Auk þessa verður m.a. til afþreyingar á hátíðinni
> Sjóferðir frá hafnarsvæði með Sundhana og Gulla Bjarna.
> Björgunarbáturinn Húnabjörg verður til sýnis í höfninni.
> Teymt undir börnum á hestum á svæðinu við Galdrasýninguna.
> Frá klukkan 14:00 – 20:00 á laugardag. Leiktæki fyrir börn staðsett á grasinu við Galdrasýningu s.s. hoppukastali, trambolin, kóngulóarvefur og gladiator.
> Hægt að taka hring með torfærubíl. Staðsetning fyrir sunnan flugbrautina á flugvellinum á Hólmavík.
> Sölutjöld frá ýmsum aðilum s.s. Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Lions, Strandakúnst, Kvennakórnum o.fl.
> Sýning á sögu Þverárvirkjunar.
Sjáumst hamingjusöm á Hamingjudögum á Hólmavík !!!