Eins og síðustu ár varð breyting á rútuferðum um á Ströndum nú um mánaðarmótin maí og júní. Guðmundur Jónasson sem ekur á föstudögum yfir veturinn á leiðinni Reykjavík-Hólmavík er ekki á ferðinni yfir sumarið, en Stjörnubílar á Ísafirði taka þá við og fara þrjá daga í viku, þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga, á milli Brúar í Hrútafirði og Ísafjarðar. Í Brú þurfa menn síðan að hoppa úr eða um borð í rútu frá Norðurleið. Áætlun Stjörnubíla fylgir hér á eftir, en þeir sem vilja far aðra daga ættu að kíkja á Samgöngutorgið hér undir Spjalltorginu á strandir.saudfjarsetur.is.
Ísafjörður – Hólmavík – Brú – Hólmavík – Ísafjörður
Ferðir sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga á tímabilinu 1.6.-1.9.
Frá Ísafirði kl. 08:00
Frá Ísafirði kl. 08:00
Súðavík kl. 08:20
Reykjanes kl. 10:00
Hólmavík kl. 11:15
Að Brú kl. 13:15
Frá Brú kl. 14:00
Hólmavík kl. 15:30
Reykjanes kl. 16:15
Súðavík kl. 18:30
Til Ísafjarðar kl. 19:00