22/11/2024

Á slóðum óvættarinnar Selkollu

Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is lagði leið sína á slóðir óvættarinnar, draugsins og hálftröllsins Selkollu í dag og fylgdi eftir slóð þjóðsögunnar frá Eyum á Bölum að Selkollusteini á Bjarnarfjarðarhálsi og rifjaði upp söguna ásamt galdramanni af Ströndum. Í þessu myndbroti er fylgst með því hvað það var sem orsakaði að þessi óvenjulega og óhugljúfa óvætt gerði Bjarnarfjarðaháls að heimkynnum sínum. Seinna mun birtist hér á strandir.saudfjarsetur.is framhald sögunnar og endalok Selkollu sem gat tekið á sig ýmsar óhugnarlegar myndir.


.