Víða má finna gamlar og skemmtilegar myndir af Ströndum. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var að fletta bók um daginn, gamalli Íslandsmetabók, þegar hann rak augun í þessa mynd og áttaði sig fljótlega á að í baksýn sést glitta í Hvalsárdranginn. Engar upplýsingar var að finna um myndina í bókinni aðrar en þær að hún væri varðveitt í Þjóðminjasafni og þar væru engar upplýsingar um hana.
Gaman væri nú ef einhverjir Strandamenn vita hverjir eru að að vinna við heyskap á Kollafjarðarnesi á þessari mynd eða um hvaða leyti hún er tekin.