25/11/2024

Atvinna er grundvöllur menntunar

Aðsend grein: Valdimar Sigurjónsson
Oft er rætt um hvort kom á undan eggið eða hænan. Þetta á einnig við um samspil menntunar og atvinnumála. Það er viðurkennt að þegar atvinnuleysi ríkir þá myndast ekki hvati til að afla sér menntunar og aðsókn í skóla minnkar til muna. Ef það eru ekki til staðar atvinnutækifæri þá sér fólk ekki hag í að afla sér aukinnar menntunar. Ef þetta samspil er hugsað lengra þá má segja að grunnurinn að fjölbreyttri menntun sé fjölbreytt atvinnulíf.

Framsóknarflokkurinn fór í ríkisstjórn árið 1995 með loforð um að ráðast gegn atvinnuleysi og skapa 12.000 ný störf. Við þetta var staðið við og í kjölfarið myndaðist grundvöllur til að gera stórsókn í menntamálum. Fjölbreytnin í menntamálum og möguleikar þeirra sem ljúka háskólanámi hafa aldrei verið meiri.

Í Norðvesturkjördæmi hefur framboð á framhaldsskólamenntun verið stóraukið. Í kjördæminu  eru öflug háskólasamfélög og hugmyndir Framsóknarflokksins eru að auka þar bæði fjölbreytni og framboð. Undirstaða þess að hægt sé að halda áfram að byggja upp menntakerfi í kjördæminu ræðst af því að hér verði öflug hagstjórn aðild Framsóknarflokksins  sem haldi áfram að stuðla að fullri atvinnu og sterkri efnahagsstjórn.

Framsóknarflokkurinn hefur ávalt staðið fyrir framförum og framþróun í atvinnumálum. Við höfum staðið fyrir stórhuga breytingum sem leyst hafa úr læðingi mikinn mannauð og skapað okkur miklar tekjur til að standa straum af öflugu velferðarkerfi.

Framsóknarflokkurinn boðar áframhaldandi sókn á öllum sviðum þjóðlífsins. Við erum samvinnufólkið sem styður umbætur, framþróun og framfarir. Með samvinnu og samhug vinnum við að því að byggja betra samfélag.

Atkvæði greitt Framsóknarflokknum í Alþingiskosningunum á morgun stuðlar að áframhaldandi sókn og að hér verði áfram sterkt efnahagslíf, jöfn og fjölbreytt menntunartækifæri  og öflugt velferðarkerfi. Þannig þjóðfélagi viljum við búa í.

Valdimar Sigurjónsson
Höfundur er í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.