23/12/2024

Vetrarstarf kvennakórsins Norðurljósa að hefjast

645-nordurljosasongur2
Nú fer vetrarstarf kvennakórsins Norðurljósa á Hólmavík brátt að hefjast og verður margt skemmtilegt á dagskrá í vetur. Kórinn ætlar til Skotlands í byrjun aðventu, og einnig eru á dagskrá vetrarins jólatónleikar og landmót kvennakóra á Akureyri í maí. Fyrsta æfing og kynningarfundur verður í
Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 3. september og hefst kl. 19:30. Þær konur sem hafa áhuga á
vera með í kórstarfinu í vetur geta slegist í hópinn og eru beðnar að hafa samband við Sunnu í s.
8461640 eða Hlíf í s. 6903516 sem fyrst.