Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 16. júní næstkomandi. Þá gefst fólki víðs vega um landið kostur á að fara í gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa, án endurgjalds. Náttúrustofa Vestfjarða tekur þátt í þessu átaki með Flóruvinum. Haldið verður upp á daginn á Hólmavík og verður lagt af stað í gönguferð frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík klukkan 11:00 en gengið verður með fram sjónum undir leiðsögn Hafdísar Sturlaugsdóttur.