Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar, en þau verða veitt á bæjarhátíðinni Hamingjudögum. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin og verðlaunagripurinn Lóan verða veitt, en áður hafa Grunnskólinn á Hólmavík, Þjóðfræðistofa á Ströndum og Einar Hákonarson listamaður hlotið þau. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári.
Tilnefningum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is til miðnættis föstudaginn 21. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.