Flestir tegundir farfugla eru nú mættir á Strandir og setja svip á umhverfið. Krían var mætt í Trékyllisvík í gærmorgun og aðrir fuglar hafa skotið upp kollinum síðustu daga. Óðinshani og þórshani láta þó bíða eftir sér að venju. Auk farfugla hafa fargestir eins og tildrur sést í fjörum á Ströndum síðustu daga. Tjaldurinn er búinn að verpa á nokkrum stöðum í vegarkantinum við Steingrímsfjörð og um þetta leyti fara fyrstu æðarkollurnar að setjast á hreiðrin.
Á efstu myndinni er sandlóa, en stelkur á myndinni hér fyrir ofan. Hann lætur í sér heyra eins og tjaldurinn.
Tildrur hafa víða sést í fjörunni við Steingrímsfjörð.
Tjaldshreiðrin í vegkantinum líta ekki sérlega heimilislega út.
Fuglalíf við Steingrímsfjörð – ljósm. Jón Jónsson