22/11/2024

Jólamarkaður Strandakúnstar í Sævangi um helgina


Núna í ár verður jólamarkaður handverkshópsins Strandakúnstar á Sauðfjársetrinu í Sævangi og verður opið helgarnar 8.-9. og 15.-16. desember og einnig laugardaginn 22. desember. Opið verður frá klukkan 14:00-18:00 alla þessa daga. Til sölu verður allskyns handverk, jólakort, minjagripir og gjafavara. Einnig harðfiskur, sviðasulta, verðlauna rúllupylsa og hangikjöt frá Strandalambi í Húsavík. Í kaffistofunni verður kaffi, heitt súkkulaði, ís og vöfflur á boðstólum. Umsjón með jólamarkaðnum hefur Ásdís Jónsdóttir s. 694-3306. Lesendur strandir.saudfjarsetur.is eru hvattir til að versla jólagjafirnar í heimabyggð. Handverk, minjagripir og gjafavara, listir og menning, eru úrvals gjafir.