22/11/2024

Myndir frá fallegum haustdegi


Þótt veðráttan hafi verið rysjótt í nóvember var haustið að mörgu leyti fallegt á Ströndum, margir blíðviðrisdagar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á gönguleiðinni frá Kirkjubóli til Hólmavíkur einn góðan dag í október, en það tekur tvo tíma að ganga þá leið í góðu veðri. Margt bar fyrir augu, álft sem skilin hafði verið eftir þegar aðrar hurfu úr landi í haust, hrafn að skoða fuglaskoðunarhús (hann virtist vera að kroppa pappa af þakinu), logn á Tungugrafarvogum og umsvif í Skothúsvík utan við Víðidalsá. Bæjarstæði Hólmavíkur er alltaf fallegt, séð hinu megin við Skeljavíkina.

0

Kirkjuskerið á bæjarvíkinni við Kirkjuból 

Svanur

Fylgdarhamar í landi Heiðarbæjar er niðri við sjó, Grímsey og Drangsnes í baksýn

Tóftir af Naustavík í landi Heiðarbæjar, Hólmavík í baksýn

Kleifabjarg í landi Heiðarbæjar, þarna hefur umfangsmikil efnisvinnsla verið síðustu árin. Húsavíkurkleif er lengst til hægri.

frettamyndir/2012/645-sol12.jpg

Húsavík við Steingrímsfjörð

frettamyndir/2012/645-sol7.jpg

frettamyndir/2012/645-sol8.jpg

frettamyndir/2012/645-sol6.jpg

frettamyndir/2012/645-sol15.jpg

frettamyndir/2012/645-skod1.jpg

Í Tungugrafarvogum

frettamyndir/2012/645-sol10.jpg

frettamyndir/2012/645-sol3.jpg

frettamyndir/2012/645-sol14.jpg

Gámasvæði og hjallar í Skothúsvík

frettamyndir/2012/645-sol2.jpg

frettamyndir/2012/645-skel2.jpg

frettamyndir/2012/645-skel1.jpg

Hólmavík

Skeljavík við Hólmavík

Haustdagur á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson