25/11/2024

Bridge-námskeið fyrir byrjendur á Hólmavík


Bridgeklúbbur Hólmavíkur hefur ákveðið að standa fyrir námskeiði í spilinu bridge. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir byrjendur sem langar til að læra að spila spilið og hentar einnig ágætlega fyrir þá sem kunna eitthvað smávegis fyrir sér og langar að rifja spilið upp. Fyrsta skrefið verður tekið í Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík nú á miðvikudaginn 7. nóvember og hefst námskeiðið kl. 20:00. Þeir sem vilja prófa þurfa bara að mæta á staðinn og ekki er nauðsynlegt að hafa spilafélaga. Útskýrðar verða sagnir, talning punkta og aðrar grunnreglur og prófað að spila. Allir eru hjartanlega velkomnir, Strandamenn og nærsveitungar.

Bridgeklúbburinn heldur spilakvöld alla sunnudaga yfir veturinn og mæta þá venjulega á bilinu 14-20 spilarar úr Reykhólasveit og af Ströndum til að reyna með sér.