22/11/2024

Raflínan slitnaði við Broddadalsá


Rafmagn fór af sveitinni sunnan við Hólmavík á laugardagskvöld og var úti í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að raflína slitnaði við Broddadalsá í Kollafirði. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða gerðu við bilunina. Raflínan liggur frá Þverárvirkjun suður Strandir og eftir framkvæmdir í sumar nær nú þriggja fasa strengur að Þorpum. Þaðan liggur einfasa lína um Kollafjörð og Bitrufjörð. Ekki er um hringtengingu að ræða því milli Þambárvalla og Skálholtsvíkur er ekki raflína.