22/12/2024

Kolaportið verður líka opið á mánudag


Það var líf og fjör á Kolaportinu á Hólmavík í dag, raunar var stemmningin svo góð að það hefur verið ákveðið að hafa Kolaportið opið líka frá 18:00-21:00 annað kvöld, mánudagskvöldið 5. nóvember. Sjaldan hafa fleiri aðilar boðið fram varning sem var af öllum stærðum og gerðum, þarna mátti fá hákarl, harðfisk, kleinur og sviðasultu, allskyns fatnað, skó og gjafavöru. Einnig voru áberandi bækur, tölvuleikir, dvd-myndir og vídeóspólur, auk þess sem alls konar handverk og góss var á boðstólum.

0

bottom

frettamyndir/2012/645-kolap9.jpg

frettamyndir/2012/645-kolap6.jpg

frettamyndir/2012/645-kolap4.jpg

frettamyndir/2012/645-kolap3.jpg

frettamyndir/2012/645-kolap10.jpg

Kolaport á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson