22/12/2024

Skemmtileg sýning hjá leikskólanum Lækjarbrekku

Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku var sett upp 25. maí síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar er að sjá margar skemmtilegar myndir eftir börnin og afrakstur starfsins síðastliðinn vetur. Þar eru einnig mörg spaugileg gullkorn barnanna sem gaman er að skoða. Sýningin verður uppi fram yfir Hamingjudaga á Hólmavík árið 2012. Frá þessu er sagt á www.strandabyggd.is.