25/11/2024

Ritsmiðja fyrir 8-12 ára á Hólmavík


Rithöfundahjónin Gunnar Thedór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir bjóða upp á ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 8-12 ára á Hólmavík um komandi helgi. Ritsmiðjan fer fram í Skelinni – lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík, laugardag og sunnudag 14 – 15. apríl frá kl. 13-15 báða daga. Farið verður í ýmsa grunnþætti sagnagerðar, rætt um innblástur, upphaf, miðju og endi. Gunnar Theódór er höfundur Steindýranna sem krakkar á Hólmavík þekkja vel en von er á framhaldi í haust. Katla Kjartansdóttir tekur við skráningu í s. 865-4463 eða katla@icef.is.