Þjóðfræðistofa býður alla velkomna á barnaleikjasýninguna: Ekki snerta jörðina! Hér er um að ræða farandsýningu sem sett hefur verið upp í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og verður aðgengilega á hefðbundnum opnunartíma miðstöðvarinnar fram að 7. mars. Þá liggur leið sýningarinnar til Minjasafns Austurlands, en til Hólmavíkur kom hún frá Byggðasafninu á Reykjum. Kom Sigríður Bachman sagnfræðingur með sýninguna í farteskinu, en hún er nú gestur í Skelinni.
Sýningin er afrakstur rannsóknar fjölmargra fræði- og rannsóknastofnana og þar á meðal Þjóðfræðistofu um leiki 10 ára barna á Íslandi veturinn 2009-2010. Hægt er að fræðast frekar um hana undir þessum tengli.