01/11/2024

Ráðherra á opnum fundi um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál

Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 10. nóvember og hefst hann kl. 17:00. Það er sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir fundinum og býður alla íbúa og nærsveitunga hjartanlega velkomna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja framsögu um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, stöðu þeirra í dag og fyrirhugaðar breytingar. Á fundinum verða einnig stuttar framsögur heimamanna þar sem farið verður yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum á Ströndum og nýsköpun í atvinnugreinunum hér, auk þess sem almennar umræður fá sitt pláss. Fundarstjóri er Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri í Strandabyggð.