22/11/2024

Gestir í Skelinni heimsækja nemendur skólans

Á vef Grunnskólans á Hólmavík kemur fram að nemendur í skólanum hafa fengið marga góða gesti og
listamenn í heimsókn að undanförnu. Það eru gestir sem hafa dvalið í Skelinni sem
er lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu. Í
dag kom myndlistarkonan Berit Lindfeldt í heimsókn til nemenda listgreinum og myndlistarvali. Berit kynnti verk sín, skúlptúr,
hugmyndafræði og hvernig hún notar listina sem tjáningarform. Vefur Grunnskólans á Hólmavík er á slóðinni www.strandabyggd.is/grunnskolinn.


Nýlega komu einnig í heimsókn Danirnir Brian og Björn sem heimsóttu nemendur 7. og 8.
bekkjar í dönsku og spjölluðu við þau um heima og geima. Nemendur voru
búnir að útbúa spurningar fyrir þá á dönsku og voru ánægðir með
heimsóknina. 
 
Þá kom í heimsókn myndlistarkonan Bjargey Ólafsdóttir sem m.a. teiknaði fjögur þúsund
fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á síðasta ári. Hún sýndi ljósmyndir af verkum sínum og tvær stuttmyndir sem hún hefur unnið.
Verkið með ísbjörninn var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth
þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til
gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af.