24/11/2024

Fundað um hreindýr á Vestfjörðum

Skotveiðifélag Íslands efnir til fundar um á Café Riis á Hólmavík kl. 14 á
morgun, laugardaginn 8. október. Fundarefnið er
„Hreindýr á Vestfirði“, en hópur stuðningsmanna þess málefnis hefur verið áberandi síðustu misseri. Frummælendur eru Davíð Ingason og Sigmar B Hauksson.
Fjallað verður um lífsskilyrði hreindýra, hættu á smitsjúkdómum og fjárhagslegan
ávinning. Fundurinn er öllum opinn og í lok hans verða almennar umræður.
Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur Strandamenn til að láta sig ekki vanta á fundinn.


 
Hreindýrskálfur við Kistuna í Árneshreppi

Hreindýrskálfur í Kálfanesborgum – ljósm. strandir.saudfjarsetur.is