Ef að líkum lætur verður líf og fjör í menningarlífinu á Ströndum í vetur, eins og fyrri daginn. Nú er Kvennakórinn Norðurljós að hefja haustæfingar. Verður fyrsta æfing í kvöld í Hólmavíkurkirkju og hefst klukkan 19:30. Allar konur sem áhuga hafa á að taka þátt í starfinu eru velkomnar, en með kórnum syngja konur frá Hólmavík og nágrenni og ferðast sumar nokkra vegalengd til Hólmavíkur, handan úr Bitru, frá Reykhólum og Drangsnesi. Fyrirhugaðar eru söngskemmtanir að venju, syðra verður sungið um það leyti sem veturinn heldur innreið sína og svo er spekúlerað í söngferð út fyrir landsteinana.