Hinn magnaði einleikur Skjaldbakan verður sýndur í Bragganum á Hólmavík í kvöld, föstudag, klukkan 20:00, en höfundur verksins og leikari er Smári Gunnarsson. Leikritið var frumsýnt á Hamingjudögum um síðustu helgi. Verkið er byggt á þeim atburði þegar suðræn risaskjaldbaka, rúmir 2 metrar að lengd, var dregin að landi á Hólmavík árið 1963. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur þá sem eiga eftir að sjá leikritið að skella sér í leikhús í kvöld, það verður enginn svikinn af Skjaldbökunni.