Núna nýlega kom út geisladiskurinn Strengur sem er eftir tónlistarmanninn snjalla Tómas R. Einarsson. Tómas spilar á kontrabassa og semur tónlistina, Matthías MD Hemstock spilar á slagverk og vatnshljóð eru notuð sem undirleikur. Hugmyndina af því að nota vötn og ár í tónlistinni fékk Tómas við Þiðriksvallavatn rétt utan við Hólmavík þar sem hann hafði lent í ýmsum ævintýrum og orðið fyrir hughrifum af náttúruhljóðum. Nokkur lög á disknum tengjast sérstökum stöðum á Ströndum, sem tengjast forfeðrum Tómasar, en það eru lögin Þiðriksvallarvatn, Kirkjuból og Hrófá.