22/11/2024

Gleði og gaman á 17. júní

Gleði ríkti á 17. júní á Hólmavík í gær og þeir sem mættu létu veðrið ekki neitt á sig fá. Þeir sem að vettlingi gátu valdið mættu eldhressir upp í félagsheimili og þar sem hægt var að fá andlitsmálningu og kaupa blöðrur. Skrúðgangan hélt svo af stað frá félagsheimilinu í hvamminn við kirkjuna, þar sem fjörið hélt áfram. Fjallkonan var Ragnheiður Ingimundardóttir að þessu sinni og las ljóð að venju og einnig hélt þjóðfræðingurinn Jón Jónsson ræðu um Jón Sigurðsson í tilefni af 200 ára afmæli þess síðarnefnda. Svo var farið í skemmtilega leiki, stígvélaspark, naglaboðhlaup, boltakast og reipitog. Áttu börn og fullorðnir góða stund saman í hvamminum.

0
17. júní
atburdir/2011/640-17jun14.jpg
atburdir/2011/640-17jun12.jpg
atburdir/2011/640-17jun11.jpg
atburdir/2011/640-17jun9.jpg
atburdir/2011/640-17jun8.jpg
atburdir/2011/640-17jun7.jpg
atburdir/2011/640-17jun5.jpg
atburdir/2011/640-17jun4.jpg
atburdir/2011/640-17jun3.jpg
atburdir/2011/640-17jun1.jpg
 Myndir frá 17. júní á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson og Dagrún Ósk