Mikil stemmning var í hátíðarkaffi Strandabyggðar í tilefni af skólahaldi á Hólmavík í 100 ár í dag. Veisluborðið svignaði undan tertum og kræsingum sem foreldrafélagið sá um að baka í tilefni dagsins, ræður voru haldnar, tónlist flutt og vídeó úr skólastarfinu sýnd. Á hátíðarkaffinu kom fram að árshátíðarleikritið
Skólahald í 100 ár eftir Arnar Snæberg Jónsson, sem að allir nemendur
skólans tóku þátt í, hefur nú verið gefið út á DVD-disk og var hann til sölu á hátíðinni. Nánari fréttir af hátíðinni og myndir verða birtar næstu daga.
Nemendur munu næstu daga ganga
í hús og selja mynddiskinn á 2.500 kr. en allur ágóði rennur beint í
leiklistarsjóð skólans. Áhugasamir geta pantað disk í gegnum netfangið
skolastjorar@holmavik.is eða s. 451-3430, 661-2010.