22/11/2024

Fuglalífið í blóma

320-fuglur5Fuglar setja svip á umhverfið við Steingrímsfjörð þessa dagana, enda eru farfuglarnir langflestir komnir og fargestir eins og rauðbristingar og teistur staldra við í fjörunum. Varp er byrjað hjá mörgum, m.a. æðarfuglinum. Það er bara krían sem hefur látið bíða eftir sér á stöku stað á Ströndum þetta árið en flestir aðrir fuglar hafa mætt á tilsettum tíma. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hefur tekið dálítið af fuglamyndum þennan mánuðinn og fylgja nokkrar myndir með hér að neðan. Meðal annars rakst hann á brandendur á Tungugrafarvogunum, en flestar hinar myndirnar eru teknar á Kirkjubóli.
640-fuglur7 640-fuglur6 640-fuglur4 640-fuglur3 640-fuglur2 640-fuglur10 640-fuglur11 640-fuglur12 640-fuglur13 640-fuglur14 640-fuglur1640-stokkandarhreidur

Fuglalíf við Steingrímsfjörð. Neðsta myndin er af stokkandarhreiðri 🙂 – ljósm. Jón Jónsson