Nú í vetur stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum og Minjavörð Vestfjarða fyrir röð fyrirlestra undir heitinu Menningararfurinn. Fimmtudaginn 17. mars er komið að næsta fyrirlestri. Þá mun Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða fjalla um um hvernig þjóðmenning og saga hefur með fjölbreyttum hætti verið nýtt við atvinnusköpun á Vestfjörðum. Um leið verður skoðað hvaða áhrif slík notkun á menningararfi svæðisins hefur á ímynd þess út á við og sjálfsmynd íbúanna. Skyggnst verður inn í framtíðina og rætt um möguleika á fjölgun skapandi starfa og frekari uppbyggingu á þessu sviði.
Jón verður á Hólmavík og fyrirlesturinn sendur í gegnum fjarfundabúnað til Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Hægt er að mæta á fjarfund á þessum stöðum eða í Þróunarsetrið á Hólmavík. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og stendur í um eina klukkustund. Þátttökugjald er 1.000 kr. Allar frekari upplýsingar og skráning á www.frmst.is og í síma: 456-5025.