22/11/2024

Þjóðfræðistofa fagnar rannsóknarstyrkjum

Þjóðfræðistofa fagnar nú tveimur mikilvægum rannsóknarstyrkjum á stuttum tíma, en jákvætt svar við barst í gær frá Rannsóknasjóði Íslands um rannsóknarstöðustyrk fyrir verkefni Kristins Schram forstöðumanns Þjóðfræðistofu í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna. Hinn styrkurinn er nýdoktorastyrkur á vegum Eddu – öndvegisseturs, en Kristinn hefur lauk nýverið doktorsprófi í þjóðfræði. Nafn rannsóknarverkefnisins er Þverþjóðleg iðkun Íslendinga á þjóðfræði og ímyndum Norðursins

Meðfylgjandi mynd er frá kvöldvöku í gær, þar sem Þór Vigfússon og Hildur Hákonardóttir, sem eru gestir í Skelinni – fræði- og listamannadvöl á Ströndum sem Þjóðfræðistofa stendur fyrir, röbbuðu við gesti um lífselexír, biskupa og drauga á Galdraloftinu á Galdrasafninu á Hólmavík.