Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Héraðsbókasafni Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík nú á miðvikudaginn 27. október. Hefst bangsadagurinn kl. 18:00 og eru allir velkomnir. Krakkar og fullorðnir mæta með uppáhalds bangsann sinn og lesin verður bangsasaga fyrir börnin og fleira til gamans gert. Heiðursbangsi á bangsadeginum er að þessu sinni Sigfrid bangsi. Bókasafnið er annars opið þriðjudaga 19:30-20:30 og alla skóladaga frá 8:40-12:00. Árgjald fyrir bókasafnsskírteini er mun lægra en verðið á sæmilegri bók með engum myndum.