Einn af helstu samkeppnisatburðum Gay Pride og Fiskidagsins mikla, sem verða haldnir með pompi og prakt á Dalvík og í Reykjavík um komandi helgi, fer fram í Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardaginn 7. ágúst næstkomandi kl. 14:00. Þá verður haldin ökuleikni dráttarvéla á Sævangsvelli og boðið upp á töðugjöld í Kaffi Kind gegn vægu verði. Keppendur í ökuleikninni keyra í gegnum stórskemmtilega braut með ýmsum þrautum á sem stystum tíma og og í tilkynningu segir að vegleg verðlaun séu í boði fyrir sigurvegara í karla- og kvennaflokkum. Frekari upplýsingar má nálgast á www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur.