22/11/2024

Fjörutíu sóttu um starf sveitarstjóra Strandabyggðar


Alls sóttu fjörutíu um starf sveitarstjóra í Strandabyggð, en umsóknarfrestur rann út í gær. Umsækjendur koma úr ólíkum áttum, en í hópnum eru 9 konur og 31 karl. Framundan er vinna við að fara yfir umsóknir og ræða við umsækjendur, en Hagvangur sér um að vinna úr umsóknum ásamt Strandabyggð. Sveitarstjórn Strandabyggðar er ákaflega hamingjusöm yfir þessum fjölda umsækjenda og einnig yfir vel heppnuðum Hamingjudögum sem fram fóru nýliðna helgi. Listi um umsækjendur er birtur hér að neðan:

Nafn umsækjenda, staða og póststöð



Anna Guðmunda Andrésdóttir, nemi, Reykjavík

Birgir Jónasson, lögfræðingur, Hafnarfirði

Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum

Björn Guðmundur Björnsson, fulltrúi, Bakkafirði

Björn Rúriksson, ráðgjafi, Árborg

Brynjar Sindri Sigurðarson, nemi, Reykjavík

Einar K. Jónsson, viðskiptafræðingur, Kópavogi

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur, Hvalfjarðarsveit

Eygló Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykhólahrepp

Finnbogi Kristjánsson, ráðgjafi, Reykjavík

Gísli Júlíus Sigurðsson, viðskiptalögfræðingur, Reykjavík

Grétar Mar Jónsson, skipstjóri, Sandgerði

Guðni Örn Hauksson, sparisjóðsstjóri, Þórshöfn

Guðrún Margrét Þrastardóttir, skrifstofustjóri, Mosfellsbæ

Gunnar Björnsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík

Gylfi Þorkelsson, framhaldskólakennari, Árborg

Halldór Þór Wíum Kristinsson, iðnrekstrarfræðingur, Reykjanesbæ

Hallgrímur Þ Gunnþórsson, félagsráðgjafi, Reykjavík

Haukur Jóhannsson, þjónustufulltrúi, Reykjavík

Hrafnkell Guðnason, viðskiptafræðingur, Árborg

Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, deildarstjóri, Stað

Ingibjörg Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík

Ingunn Einarsdóttir, fjármálastjóri, Reykjavík

Jakob Ingi Jakobsson, lögfræðingur, Vogum

Jens Pétur Jensen, sveitarstjóri, Húnavöllum

Jón Baldvinsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ

Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri, Fjallabyggð

Kjartan Þór Ragnarsson, lögfræðingur, Reykjavík

Kristján Einir Traustason, lögfræðingur, Selfoss

Kristján Hjelm, rekstrarfræðingur, Reykjanesbæ

Magnea Jenny Guðmundardóttir, verslunarstjóri, Reykjavík

Magnús Huldar Ingþórsson, fyrrv. forstjóri, Mosfellsbæ

Ómar Ingi Magnússon, markaðsfræðingur, Reykjavík

Óskar Baldursson, viðskiptafræðingur, Garðabæ

Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Patreksfirði

Rannveig Margrét Stefánsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Bifröst

Rúnar Fossádal Árnason, ráðgjafi, Reykjanesbæ

Sigurgeir Þórðarson, myndhöggvari, Taiwan

Skúli Einarsson, framkvæmdastjóri, Álftanesi

Þröstur Reynisson, matvælafræðingur, Reykjavík