Drög að dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir verða 1.-4. júlí næstkomandi hefur nú verið birt og má sjá hana hér að neðan. Að vanda er hún fjölbreytt og viðamikil. Meðal þess sem verður á dagskránni eru Deep Purple Tribute tónleikar og tónleikar Jóns Halldórssonar, Hamingjutónar, kassabílarall, tertuhlaðborð, dansleikur með Hraun, auk þess sem Furðuleikarnir eru á sínum stað, ljósmyndasýningar og léttmessa. Vel má vera að breytingar verði á dagskrá og viðburðir bætist við. Vefur Hamingjudaga er á slóðinni www.strandabyggd.is/hamingjudagar.
Fimmtudagur 1. júlí
kl 13-17 Kassabílasmiðja við Hamdnerkshús Hafþórs, Höfðagötu.
kl 21-23 Deep Purple Tribute í Bragganum (Eyþór Ingi, Jón Ingimundarson, Andri Ívarsson, Gunnar Leó Pálsson og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari). Miðaverð kr 1500, miðasala hefst kl 20:15 við innganginn.
Föstudagur 2. júlí
Kl 13:00-17:00 Kassabílasmiðja við Handverkshús Hafþórs, Höfðagötu
Kl 18:00-20:00 Undirbúningur fyrir söngkeppni barna. Nánar auglýst síðar. (Tímasetning gæti breyst).
Kl 18:00-21:00 Hlaðborð á Café Riis. Fjölbreyttir fiskréttir.
Kl 20:00-21:30 Furðufataball fjölskyldunnar í Félagsheimilinu (fyrir 0-100 ára). DJ Darri og Einar sjá um fjörið.
Kl 20:00-21:30 Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur (undir stjórn Steingríms Þorhallssonar) með tónleika í Bragganum. Miðaverð auglýst síðar.
Kl 22:00-00:30 Setningarathöfn Hamingjudaga í fjörunni við Kópnes: Fjöldasöngur, glens og gaman sem verður nánar kynnt mjög fljótlega!
Kl 23:00-03:00 Bjarni Ómar og Stebbi leika fyrir dansi á Café Riis. Miðaverð auglýst síðar.
Laugardagur3. júlí
Um kl 10 hefst Hamingjuhlaupið. Stefán Gíslason leggur upp frá gatnamótum í Reykhólasveit. Öllum velkomið að slást í för, alla leið eða hluta úr leiðinni. Tímaáætlun liggur frammi á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og á www.strandabyggd.is þegar nær dregur.
Kl 10:30-11:30 Polla- og pæjumót HSS á Skeljavíkurgrundum.
Kl 12:30-13:30 Kassabílarallý í Höfðagötu, skráning á staðnum.
Kl 14:00 Útiskemmtun á Klifstúni. Svavar Knútur kynnir dagskrána. Hamingjuhlaup, ávarp oddvita, tónlistaratriði, töframaður, menningarverðlaun Strandabyggðar afhent, atriði úr Grease, sagnatjald og götuleikhús.
Kl 16:00-17:00 Brúðuleikhúsið Dúkkukerran sýnir Þjóðbrók. Staðsetning og verð auglýst síðar.
Kl 18:00-21:00 Hlaðborð á Café Riis. Íslenskt þema: Lambakjöt, kótilettur, fiskréttir og margt fleira.
Kl 20:30-21:00 Hamingjugöngur úr hverju hverfi: gulir mæta við kirkjuna, rauðir efst á Hafnarbraut, appelsínugulir við Grunnskólann og bláir við Snæfell. Gengið verður að hátíðarsvæði við bryggjuna. Hverfin hvött til að æfa hvert sinn baráttusöng og mæta með einkennisliti hverfisins.
Kl 21:00-22:30 Hnallþóruhlaðborð og Hamingjutónar: Verðlaun veitt fyrir hamingjuskreytingar og hnallþórur, tónlistaratriði og söngkeppni barna.
Kl 22:30-24:00 Jón á Berginu með tónleika í Bragganum. Aðgangur ókeypis. Tilvalin upphitun fyrir dansleikinn!
Kl 23:00-03:00 Hamingjudansleikur með hljómsveitinni Hraun í Félagsheimilinu á Hólmavík. 16 ára aldurstakmark.
Sunnudagur 4. júlí
Kl 11:00-12:00 Léttmessa í Hólmavíkurkirkju. Sr. Sigríður Óladóttir messar. Létt og skemmtileg tónlist í morgunsárið.
(Tímasetningu vantar) Hamingjumót Hólmadrangs í golfi á Skeljavíkurgrundum. Skráning á staðnum.
Kl 13:00-18:00 Furðuleikar í Sauðfjársetrinu í Sævangi (12 km frá Hólmavík). Óvenjuleg íþróttahátíð fyrir alla fjölskylduna, trjónufótbolti, skítkast o.fl.
Kl 13:00-18:00 Kaffihlaðborð í Kaffi Kind í Sævangi.
Sýningar víðs vegar um bæinn:
Vorsýning Leikskólans Lækjarbrekku í Íþróttamiðstöðinni opin 9-21 alla dagana.
Ljósmyndasýning Jóns Halldórssonar í Fiskmarkaðnum.
Ljósmyndasýning Brynju Bjarnfjörð (staðsetning auglýst síðar).
Stefnumót á Ströndum, sýning um atvinnumál og menningu. Opin alla dagana kl 9-21 í Íþróttamiðstöðinni.
Önnur afþreying
Skátaleiktæki á túninu við Galdrasýninguna.
Galdrasýning á Hólmavík og Sauðfjársetur í Sævangi opin frá kl. 10:00-18:00 alla dagana.
Sundlaugin á Hólmavík, 2 pottar og buslulaug. Opið alla daga kl 9:00-21:00.
Golfvöllurinn á Skeljavíkurgrundum.
Mótorkrossbrautin við flugstöðina.