22/11/2024

Sauðfjársetrið opnar 2. júní

Í dag, 1. júní, hefst sumaropnun hjá fjölmörgum ferðaþjónum á Ströndum og landinu öllu. Meðal þeirra fyrirtækja sem venjulega opna á þessum degi er Sauðfjársetur á Ströndum, sem er staðsett í félagsheimilinu Sævangi rétt sunnan við Hólmavík. Í ár hefur hins vegar verið ákveðið að fresta opnuninni um einn dag vegna framkvæmda í Sævangi, þannig að safnið og kaffistofan verða ekki opnuð fyrr en á morgun, þann 2. júní. Fyrsta kaffihlaðborðið í Kaffi Kind verður síðan á sjómannadag, sunnudaginn 6. júní, en þá verður einnig farið í merkingargönguferð um æðarkolluslóðir. Að vanda hefur verið skipulögð viðamikil skemmtidagskrá yfir sumartímann sem má nálgast á vef Sauðfjársetursins, http://strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur.