26/11/2024

Sveitarstjórnarkosningar fara fram í dag

300-sundlaugarhusKjörfundur í Strandabyggð hefst kl. 10:00 og kjörstaður verður opinn frá kl. 11:00 til 18:00. Kjörstaður verður í Íþróttahúsinu á Hólmavík. Fólki er bent á að hafa með sér skilríki en það er skilyrði fyrir því að fá kjörseðil í hendur. Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki haft neinar spurnir af því hvernig kjörfundum er hagað í öðrum sveitarfélögum á Ströndum, en líklegt má telja að þar sé allt með sama sniði og verið hefur. Íbúum Strandabyggðar er bent á að framboðslistarnir í Strandabyggð bjóða í sameiginlegt kosningakaffi í dag frá kl. 14:00 – 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir snemma kvölds að venju, en það fer þó eftir því hvort kjörfundur dregst á langinn.

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla sem kosningarétt hafa til að mæta tímanlega á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt sinn til að hafa áhrif á úrslit kosninganna.