25/11/2024

Varðskipið Týr heimsækir Hólmavík

Það hljóp heldur betur á snærið hjá skólabörnum á Hólmavík í morgun, þegar þeim var boðið í heimsókn í varðskipið Tý sem liggur við bryggju á Hólmavík. Hópurinn fékk fyrirlestur um hlutverk Landhelgisgæslunnar í skólanum en skoðaði síðan varðskipið í hollum. Í tilefni af 112-deginum mættu slökkvilið og sjúkrabílar Hólmavíkur líka á bryggjuna og þar var Daníel Frey Newton nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík afhent verðlaun í tengslum við eldvarnagetraun.

0

bottom

frettamyndir/2010/580-vardskip7.jpg

frettamyndir/2010/580-vardskip4.jpg

frettamyndir/2010/580-vardskip2.jpg

Varðskipið Týr í heimsókn á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson