Einhverjir óprúttnir sóðar gerðu sér nýverið að ljótum leik að vinna skemmdarverk á Háborgarvörðu sem ber hæst í Kálfanesborgum fyrir ofan Hólmavík. Grjóti hefur verið rutt ofan af vörðunni og gestabók sem var í vatnsheldum hólki í vörðunni var rifin og tætt og rifrildi úr henni fundust á bölunum í kring. Göngustígur var lagður um Borgirnar af unglingavinnunni á Hólmavík fyrir rúmum 10 árum en svæðið hefur síðan þá verið eitt helsta útivistarsvæði Hólmvíkinga. Fjöldi manna leggja leið sína um stíginn dag hvern og njóta þeirrar ánægju að á við vörðuna og skilja eftir sig spor í gestabókinni.
Útivistarunnandi á Hómavík sem nýtur starfa unglingavinnunnar fyrir 10 árum upp á nánast hvern dag, rak augun í skemmdirnar fyrir nokkru og vill helst líkja þessum vafasama gjörningi við helgispjöll.
Ekki er ennþá vitað hverjir stóðu fyrir verknaðinum.