25/11/2024

Strandamönnum á heimaslóð fjölgar um 19

Íbúum Vestfjarðakjálkans fækkar um 11 milli ára og voru 1. desember síðastliðinn 7.363 talsins. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Á Ströndum fjölgar um 1 í Árneshreppi og eru íbúar þar nú 50. Í Kaldrananeshreppi fjölgar um 4 og eru nú 114 íbúar þar. Það fjölgar um 16 í Strandabyggð og eru íbúar þar nú 506 og loks fækkar um 2 í Bæjarhreppi og eru íbúar þar nú 96. Íbúar á Ströndum eru nú samtals 766 og hefur þeim fjölgað um 19 milli ára.

Af öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum er þær fréttir að íbúum fjölgar um 6 í Bolungarvík og eru nú 968, eins fjölgar um 37 í Vesturbyggð og eru íbúar þar nú 938. Einnig fjölgar um 13 í Reykhólahreppi og búa þar 292 nú. Hins vegar fækkar um 71 í Ísafjarðarbæ og eru íbúar þar nú 3.897, þá fækkar um 10 í Súðavíkurhrepp í 205 og loks fækkar íbúum um 5 í Tálknafjarðarhreppi og eru nú 297.