25/11/2024

Hækkanir þjónustugjalda hjá Strandabyggð

Grunnskólinn á HólmavíkÁ fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag var samþykkt að hækka þjónustugjöld fyrir Grunnskólann og Tónskólann á Hólmavík. Gjöld vegna mötuneytis, heimanáms og skólaskjóls verða hækkuð um rúmlega 9%, en gjald fyrir barn í fullu fæði og vistun í Skólaskjóli ásamt aðstoð við heimanám hækkar því úr kr. 17.765 kr. í 19.380 kr. Þá var einnig samþykkt tillaga um hækkun tónskólagjalds um 1.500 kr. – úr 14.700 kr. í 16.200 kr. Einnig verður systkinaafslætti í tónskólanum breytt þannig að 25% afsláttur yrði fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn, 75% afsláttur fyrir fjórða barn og 100% afsláttur fyrir fimmta barn.

Hækkun á þjónustugjöldum við Grunnskólann (mötuneyti, heimanám og Skólaskjól) taka samstundis gildi, en hækkun tónskólagjalda tekur gildi um næstu áramót.