Góð aðsókn hefur verið í sund á Ströndum undanfarið og samkvæmt fréttavef RÚV sóttu um 400 manns sundlaugina á Hólmavík á einum degi um síðustu helgi og svipað á Suðureyri. Fram kemur í frétt RÚV að Gunnar S. Jónsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík er hinn kátasti með aðsóknina og segir að frá föstudegi til sunnudags hafi gestir verið hátt í eitt þúsund talsins. Ferðafólk sé í miklum meirihluta gesta, nú sé landinn að uppgötva Vestfirði.