25/11/2024

Hamingjudagskráin þéttist

Dagskráin fyrir Hamingjudaga á Hólmavík er að taka á sig mynd og er hægt að nálgast pdf-skjal með dagskránni hér undir þessum tengli. Stefnt er að því að dagskránni verði dreift í vikulokin á 5000 heimili í nágrannabyggðarlögum og um Strandir með Gagnvegi. Meðal atburða sem nýverið hafa bæst á dagskrána eru tónleikar með Gunnari Þórðarsyni í Bragganum á föstudegi. Fjöldi annarra tónlistaratriða og margvísleg afþreying er í boði á Hólmavík þessa daga.