22/11/2024

Gagnvegur og Fræðslumiðstöð á súpufundi á morgun

Á súpufundi Þróunarsetursins á Hólmavík og Arnkötlu 2008 á morgun fimmtudag, mun Kristín S. Einarsdóttir, ritstjóri með meiru
fjalla um fyrirtækið sitt Gagnveg sem er útgáfufyrirtæki á Ströndum.
Kristín mun einnig fjalla um Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem hún starfar
líka fyrir. Gagnvegur er fréttablað sem hefur verið gefið út á
Ströndum um nokkurt skeið og mælst vel fyrir hjá íbúum svæðisins. Í
blaðinu eru fluttar fregnir af svæðinu auk pistla frá íbúum. Fræðslumiðstöð
Vestfjarða var formlega stofnuð haustið 1999. Markmið með stofnun
hennar er að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og þátttöku í námi
af ýmsu tagi bæði í formi styttri almennra námskeiða, endurmenntunar-
og starfstengdra námskeiða.

Gómsæt súpa að hætti Café Riis er á boðstólum að venju.

Súpufundurinn hefst að venju kl. 12:00 og stendur til klukkan 13:00.