Senn líður að Þorra og hefur þorranefndin sem tilkynnt var um á síðasta þorrablóti tekið til starfa. Það hefur verið venja á Hólmavík að konur sjá alfarið um undirbúning og skemmtiatriði þorrablótsins og hafa nefndarkonur ásamt verktaka setið sveittar við að semja undanfarið, eins og segir í fréttatilkynningu. Þorrablótsnefndin mun einnig vilja koma því á framfæri til íbúa svæðisins að það séu síðustu forvöð að skandilesera, til að að vera tekin fyrir í skemmtiatriðum. Eins og á síðustu þorrablótum sér Bára Karlsdóttir á Café Riis um matinn og Hljómsveitin Kokteill spilar fyrir dansi. Aldurstakmark er 18 ár.
Þeir sem ekki hafa tryggt sér miða á Þorrablótið er bent á að gera það sem allra fyrst í síma 451-3370 hjá Drífu eða síma 451-3139 hjá Signý. Þorrablótið er haldið að venju í Félagsheimilinu á Hólmavík.