22/11/2024

Námskeiði í fjarfundi frestað

Námskeið á vegum Útflutningsráðs, AtVest og KPMG um verðlagningu á þjónustu og vöru sem halda átti í dag frá kl. 13:00-16:00 á Ísafirði og í fjarfundi á Hólmavík hefur verið frestað þar sem ekki er flugfært til Ísafjarðar. Senda átti námskeiðið út þaðan, en ýmsum málþingum og námskeiðum hefur verið frestað af þessum sökum síðustu vikurnar og veit fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is dæmi um að menn hafi verið komnir frá Ströndum á Ísafjörð eða um langan veg á Ströndum til Hólmavíkur áður en komið hafi í ljós að kennarinn kæmist ekki flugleiðina til Ísafjarðar. Spurning hvort ekki væri hægt að senda námskeið gegnum fjarfundabúnað á báða staði í slíkum tilvikum. Námskeiðið verður að líkindum haldið eftir viku.