22/11/2024

Gagnvegi dreift til brottfluttra Strandamanna

Kristín S. Einarsdóttir ritstjóriÍ fréttatilkynningu kemur fram að þessa viku hefst dreifing á héraðsritinu Gagnvegi til brottfluttra Strandamanna, annars vegar þeirra sem eru skráðir í Átthagafélag Strandamanna og hins vegar þeirra sem fluttu brott á árunum 1991-2006. Verður 100 blöðum dreift þessa viku og slíkri dreifingu síðan haldið áfram þar til listinn er tæmdur. Er markmið með þessu átaki að kynna ritið fyrir brottfluttum og gefa þeim tækifæri til að fylgjast með málefnum heimabyggðar. Gagnvegur hefur komið út síðan 6. september 2007 og er blaðið þessa viku það 39. á árinu. Ritstjóri og útgefandi er Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Hólmavík.