25/11/2024

Helstu verkefni lögreglunnar á Vestfjörðum

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að í vikunni 22.-28. september voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Raknadalshlíð í Patreksfirði, en hann var mældur á 146 km hraða þar sem  hámarkshraði 90 km. Í þessu tilfelli má ökumaður búast við 130 þúsund króna sekt og sviptingu ökuréttar í mánuð. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt. Bifreið var ekið út af veginum á milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar á laugardaginn, en ökumaður missti stjórn á bílnum eftir að sauðfé hljóp í veg fyrir bifreiðina. Bíllinn var ekki mikið skemmdur. Tveir menn gistu fangageymslur á Ísafirði aðfaranótt laugardagsins en þeir voru handteknir vegna ölvunar og óspekta á Ísafirði.